fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Neonbækur lýsa í myrkri

Ég rak augun í nýja Neonbók í vinnunni í dag þegar ég brá mér niðrá lager. Kannaðist lítið við gripinn, Opinberunarbókin eftir Rupert Thomson, þannig að ég ákvað að kíkja á káputextann:

"Sagan segir frá ungum hæfileikaríkum dansarara í blóma lífsins sem bregður sér frá til að kaupa sígarettur fyrir kærustu sína. Þessi hversdagslega ferð eftir að kollvarpa tilveru hans. Honum er rænt af þremur konum sem beita andstyggilegum kúgunartækjum til að ná vilja sínum fram við hann."

Ég hló mikið og sökum forvitnissviparins á Guðnýju samstarfskonu minni las ég þetta upphátt fyrir hana. Hún hló líka.

Síðan var ég að skoða aðeins meira um þetta á Kistunni og fattaði að ef það hefði staðið "hennar" þar sem stóð "hans" og henni hefði verið rænt af þrem körlum en ekki konum þá hefðum við hvorugt hlegið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home