föstudagur, september 13, 2002

Endir

Ég hef hér með lokið störfum hjá Bóksölu stúdenta og er, svo vitnað sé í systur mína, atvinnulaus aumingi. Hún var vitanlega fyrst til að óska mér til hamingju með það. Síðasta manneskjan sem ég afgreiddi var eðli málsins samkvæmt skorarformaður bókmenntafræðinnar, eitthvað skrítið karma þar í gangi. Þar með er loks ljóst hvernig lokaatriði áttunda bindis æviminninganna, "Tyrft er yfir Bóksölu", verður. "Þvínæst kom Álfrún skorarformaður og keypti bók og ritföng. Ég afgreiddi hana og sagði takk fyrir á eftir. Endir." Well, it needs a little work I admit ... Annars er ekki spurning að Sigurbjörg vinnur verðlaun sem elskulegasti kúnni dagsins, sniðugur ég að byrja á þeim verðlaunum í dag. En, Harpa, Nanna, Kristín, Guðný, Krista, María, Ása, Steini, Reinharð, Eiki, Eysteinn, Siggi og Dagga + Kollý og Védís, ég elska ykkur auðvitað öll (ég varaði við að ég yrði mushy þarna í endann!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home