fimmtudagur, september 26, 2002

Flugferðin var alveg eðalför enda sat ég við hliðina á tveim kórdrengjum og við vorum ad semja tvíblaða hringsögur. Ein var um flughermi sem var kannski og kannski ekki raunverulegur, önnur var splatter med Ofur-Múla og fleiri góðum og sú síðasta giska löng fréttaskýring þar sem Hannibal Lecter át meðal annars Þráinn Bertelsson. Vonandi setja þeir þetta á netið eins og þeir voru að íhuga, þá verður þetta allt hér.