fimmtudagur, september 19, 2002

Rauntíminn er framandgerður á meðan afturábaktíminn er raungerður

Jamm, eins og sjá má á fyrirsögninni er ég að komast loksins á skrið aftur í ritgerðinni - ekki örvænta samt, restin af ritgerðinni er mun skiljanlegri. Þessi setning er vissulega auðskiljanleg í samhengi en þar sem fullt samhengi hlutana kemur aldrei í ljós fyrr en hlutirnir eru fullkláraðir, ef þá, þá er samhengisleysið viðeigandi í augnablikinu. Og þar sem það er alltaf eitthvað eftir að gera þá öðlast lífið náttúrulega ekki neitt almennilegt samhengi fyrr en við drepumst og ég er farinn að sjá að það er verulega vond hugmynd að blogga í miðjum ritgerðaskrifum þannig að ég hugsa að ég láti gott heita og vona að líf ykkar verði samhengislaust sem lengst, allavega ef að kenningin hér að ofan stenst nánari skoðun sem ekki mun fara fram að minni hálfu að sinni sökum nánar skoðunar á öðrum hlutum. Þó ber að geta þess að það er gleði í kvöld enda mun verða reynt að Tyrfa eftirmann minn sem Torfstjóra. Það verður vissulega tyrfið verkefni og útheimir vafalaust nokkra mjólkurlítra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home