laugardagur, september 14, 2002

Innantómt sjónvarpsgláp þegar ég ætti að vera að pakka

Litla Osbourne stelpan er að syngja "Papa Don't Preach" á popptíví. Sér virkilega einhver Ozzy Osbourne fyrir sér messa yfir einum né neinum?

-----

Leno virðist loksins vera búinn að ná upp smá húmor aftur eftir þjóðrembuna sem hann sem og aðrir fylltist eftir árásirnar fyrir rétt rúmu ári. Fékk Bush í viðtal í dag og spurði hann hversvegna hann vildi ráðast á Írak. "Because I like how it sounds. It sounds so catchy. Attack Iraq. Bomb Saddam." Venjulega eru að vísu bara aumar eftirhermur í stað forsetana í þessum spjallþáttum en með Bush var ég alls ekki alveg viss. En svo tók ég eftir að enskan hjá honum var óeðlilega góð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home