mánudagur, september 16, 2002

Jalla! Jalla!

Skemmtilega kæruleysislegt sænsk gamandrama. Sambærilegri breskri mynd, East is East, skaut iðulega upp í kollinum á mér þegar ég var að horfa því Jalla Jalla gerir vissa hluti rétt sem sú annars ágæta en ofmetna mynd klúðrar illilega. Í báðum myndum hefst plottið á því að skikka á ungan mann / menn af innflytjendafjölskyldu í brúðkaup með stúlkum af sama kynþætti. En í East is East eru brúðirnar verðandi einhverjar skelfilegustu herfur kvikmyndasögurnar og við það fer allur broddur bæði úr ádeilunni sem og húmornum. Brúðurinn verðandi í Jalla! Jalla! er alveg jafn sæt og kærastan, sætari ef eitthvað er - en þau eru einfaldlega ekki skotinn hvort í öðru þó þeim komi ágætlega saman. Með því að gera þetta litla en mikilvæga atriði raunsærra þá kemst myndin upp með að vera miklu meira far out en East is East er nokkurn tímann, þeir misstu trúverðugleikan með að fara út í dellu á vitlausum stað.
+
Ef það væri eitthvað réttlæti í heiminum yrði bumbupabbinn Jan Fares (pabbi aðalleikarans sem og leikstjórans) næsti Schwarzeneggerinn í harðhausabransanum. Það er væntanlega engin maður með mönnum í Svíaríki þessi misserin nema hann sé með smábumbu - þó ekki væri nema í sjálfsvörn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home