laugardagur, september 21, 2002

Fyndnasti maður Íslands?

Úlfar Linnet er sorglegur. Sömuleiðis félagar hans Hemmi Feiti og Jón Mýrdal (sem var þó illskástur og gæti verið þolanlegur í betri félagsskap). Höfuðsyndin vissulega sú að þeir kunna ekki einu sinni hengingaleik, hvað þá stafrófið. Þessi svokölluðu "skemmti"atriði voru sem betur fer eini mínusinn á annars ágætu kvöldi, sérstaklega gladdi það gamalt hjarta að vera spurður um skilríki á Celtic Cross eftir að Stúdentakjallarinn var yfirgefinn. Væntanlega síðasta djamm mitt á klakanum þetta árið, sjáum til hvort einhver sakni mín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home