miðvikudagur, september 04, 2002

Við Starri kíktum á Sum of All Fears áðan, margt ágætt vissulega, fínn hasar í restina og Liev Schreiber átti öll bestu atriðin, ég mundi eiginlega frekar vilja sjá heila bíómynd um þann karakter. Þá sveiflast Ryan dáltið órökrétt á milli þess að vera vitlaus rookie og algjört séní, auk þess sem á kafla virðist boðskapurinn vera að það sé algert racial tolerance í US of A á meðan gervöll Evrópa sé á valdi fasista. Eins var líka frekar órökrétt að þegar árás var gerð á Bandaríkin voru Rússarnir fyrstir grunaðir. Það hefur sjálfsagt passað í bók Clancy sem ku kominn til ára sinna en ekki núna þegar Arabar eru helstu óvinirnir og Kínverjar helsta ógnin. Rússar eru of blankir til að þora að styggja einn né neinn. Aðallega finnst mér samt sorglegt að Morgan Freeman sé ennþá á sjálfsskiptingunni eins og hann hefur verið síðustu árin, hvað varð um stórleikarann úr Seven og Shawshank? Núna virðist hann oftast vera að sofna. En þessi umkvörtunarefni eru flestöll fyrir hlé - hún var traust eftir hlé þegar við vorum komnir með poppið í hendurnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home