mánudagur, apríl 28, 2003

Í sambandi við þetta að neðan þá tek ég fram að það sem skiptir langmestu máli við námið er námið sjálft. Það sem þú lærir og hvernig þú getur nýtt þér það og fengið eitthvað út úr því. Þú átt ekki að eyða þrem árum í skóla út af ákvæðum í kjarasamningum. En það er slæmt ef kerfið sjálft er fullt af hindrunum fyrir slíkum metnaði, ef það bíður fólki ekki möguleika á að gera það sem það langar til eins vel og það getur án þess að þurfa að sætta sig við sultarlaun í staðinn. Því hvað sem mýtan segir þá er lítil andagift í fátæktinni sjálfri. Eða öllu heldur strögglinu, fátækt er vissulega orð sem á sjaldnast við á Íslandi. Einn labbitúr í gegnum erlenda stórborg sýnir þér hversu holt það er að tala um fátækt á þessu landi. En það þýðir ekki að það sé ekki ýmislegt að.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home