Jæja, þá er Eurovision á laugardaginn og eftir að hafa misst af dýrðinni 3 ár í röð þá er kominn tími til að taka þetta alvarlega. Ég nenni að vísu aldrei mikið að velta mér upp úr því hvar Ísland lendir, við erum alltaf á toppnum í veðbönkum þannig að maður missir alla tilfinningu fyrir þessu. En vissulega er lagið mun betra en hratið sem við höfum boðið Evrópubúum uppá síðustu tvö skiptin og skánaði mikið frá forkeppninni. En mestu skiptir að Skímó kemur hvergi nálægt – þó Írafár sé ekki merkilegt band þá er það mikil framför frá þeim ófögnuði sem sveitaballaband númer eitt. En samkeppnin? Skammarverðlaununum er deilt á milli Bosníu, Kýpur (lag dauðans + eitthvað ljósblátt video), Svía og heimamanna í Lettlandi sem ákváðu að það væri góð hugmynd að sameina 2Tricky og Birgittu í eitt band. Írar og Króatar eru slappir, sömuleiðis Bretar, ennþá í einhverjum spæsgirlfíling. Ísrael, Holland og Slóvenía sæmileg. Spánn, Þýskaland, Grikkland og Tyrkland með týpísk en solid eurovisionlög – ethnotouchið hjá Grikkjum og Tyrkjum er líka alltaf skemmtilegt. Bjartsýnisverðlaunin fara svo vissulega til Rúmeníu. En stigin?
1 stig til Portúgals. Rita er gullfalleg (ha? snýst þetta um tónlist?) og lagið ágætt, fyrir utan að syngja inná Disneymyndir í Portúgal og enda performansið með eina portúgalska orðinu sem ég þekkti. Obrigada.
2 stig til Möltu. Minnir mig á JLove Hewitt en getur hins vegar sungið.
3 stig til Noregs. Jostein Hasselgård er leikskólakennari þannig að mömmu eru tileinkað þessi stig. Fyrir utan að vera svona vonlaust einlægt og sætt lag …
4 stig til Eistlands. Eighties Coming Back er flott lag – en einkennilega kunnuglegt. Stolið eða í spilun?
5 stig til Austurríkis. Save the Alps! Lagið sem allir í VG eiga sjálfsagt eftir að halda með.
6 stig til Úkraínu. Uppgjafarboxarinn Olexander er með flotta og óvenjulega rödd, fyrir utan að það er alltof lítið af lögum um sambandsslit. They didn't live happily ever after ...
7 stig til Belgíu. Vel gert techno-Tolkien dæmi, diplómatískt að búa bara til tungumál til að þurfa ekki endalaust að rífast um á hvaða máli á að syngja.
8 stig til Rússlands. t.A.T.u. eru snilldarband en þetta er ekki þeirra besta lag. Það er þó vissulega betra en flest í þessari keppni.
10 stig til Póllands. Pólska og þýska í bland, gengur glæsilega upp og söngvarinn flottasti rauðhaus Evrópu að Ljungberg undanskildum. Engin landamæri? Afbragðs hugmynd enda eru landamæri siðlaus uppfining.
12 stig til Frakklands. Nei, ekki bara út af því hvað Louisa er falleg. Lagið er nefnilega jafn seiðandi og hún – and that’s saying something …
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home