miðvikudagur, maí 14, 2003
Nei, ég er ekki dauður - it just feels that way. Frekar andlaus þessa dagana - nema á nóttinni enda dreymdi mig æsispennandi draum um gíslatöku á Keflavíkurflugvelli. Þegar hann endaði var ég búin að missa að fluginu mínu og þurfti að fara huldu höfði í flugstöðinni í sólarhring í viðbót án þess að vita hvort farangurinn minn hefði skilað sér eða orðið eftir í Reykjavík sökum Suðurlandsskjálftans sem hafði orðið á leiðinni til Keflavíkur. Það er verst að maður fær sjaldnast framhöld af draumum, oftast bara endurgerðir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home