þriðjudagur, maí 06, 2003

Kosningapróf Gambrans

Enginn flokkur hefur séð sér fært að kaupa atkvæði mitt sanngjörnu verði (þó boð eins flokksins um vöflur og bakkelsi séu virðingarverðar) og hef ég því ákveðið að gefa málefnunum séns. Hef ég því ákveðið að senda öllum flokkunum ítarlegan spurningalista um ýmislegt sem mér finnst hafa vantað í kosningabaráttuna að miklu eða öllu leyti og ætla að láta reyna á hvort þeir telji atkvæði mitt nógu mikils virði til að gefa sér tíma til að svara listanum. Við háskólastúdentarnir erum í prófum, flokkarnir hafa gott af því að taka nokkur próf líka. Auk þess er ég náttúrulega hluti af þessu óákveðna fylgi sem mun ráða úrslitum á kjördag. Svarar svo einhver? Sjáum til – stay tuned!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home