fimmtudagur, maí 01, 2003

Það er skrítið að þegar ég fer á leiguna og tek nýja mynd og gamla fríspólu með þá hafa myndirnar tilhneigingu til þess að kallast á þó ég reyni að velja ólíkar myndir. Til dæmis síðast þegar ég sá 24 Hour Party People og Ravenous. Í annari myndinni halda menn sér gangandi á e-pilluáti og í hinni á mannáti. Um leið og þeir verða sterkari verða þeir líka siðlausari. Úrhrök úr samfélagi mannana – þangað til þeir eru komnir í meirihluta. Ókei, á kannski frekar við um mannæturnar í Ravenous en þó er vel hægt að heimfæra þetta upp á pilluæturnar í Manchester.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home