mánudagur, apríl 28, 2003
Og ef einhver þykist ætla að lesa einhvern listabókstaf út úr þessu þá er rétt að taka fram að engin flokkur búinn að sannfæra mig um að kjósa sig. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir verið sekir um að leggja alltof mikla áherslu á eitt mál (Samfylkingin kvenréttindin á dubios forsendum, VG á bölvaða Kárahnjúkana og Frjálslyndir á slorið) og stjórnarflokkarnir, well, fyrir utan að vera svona hrifnir af því að ganga þvert á samþykktir alþjóðasamfélagsins og fara í ástæðulaust stríð þá hefur Framsókn náttúrulega eyðilagt miðjuna fyrir íslenskum kjósendum með að breyta henni í sveitalega hentistefnu og Sjálfstæðismenn virðast vera að eipa í því að auglýsa það að ef við kjósum þá ekki verði ekki sama stjórn og síðustu 12 árin. Ekki breyta neinu, ala á ótta við óvissuna. Hvað á maður svo að gera? Úllendúllendoff? Auður seðill? Bíða eftir að einhver sjái sóma sinn í að kaupa atkvæði mitt á sanngjörnu verði?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home