þriðjudagur, maí 06, 2003
Hnuss, bölvuð illmennska er þetta. Ég hef aldrei skilið þá furðulegu hugmynd sumra háskólanema að það sniðugasta í heimi sé að fara á bókasafn - með sínar eigin bækur - að læra. Bókasöfn eru fyrst og fremst fyrir bækur (og gömul dagblöð, tímarit og eitthvað aðeins af myndböndum og tónlist) og þá sem vilja fá það til láns eða skoðunar á staðnum án þess að gjalda fyrir það dýru verði eins og annars þyrfti. En nei, háskólanemum Íslands finnst þessi þrúgandi þögn (suss, við erum að læra!) vera miklu skemmtilegri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home