þriðjudagur, maí 27, 2003

Karma hf.

Er að eltast við skugga þessa dagana. Þá skiptir ekki máli hversu hratt maður hleypur eða hversu lengi maður endist.

Frummyndir, eftirmyndir, ljósrit.

Uppskriftin af því að meika það er að verða skuggi sjálfur, verða óljóst ljósrit af óskum mannana. Ekki óskin sjálf, bara slagorð sem minnir á óskina, auglýsing með svipaða litasamsetningu.

Gítargrip sem minnir á ástina, notað aftur og aftur. Ljósrit búið til af ástinni. MTLove, fjöldaframleiðsla er hagkvæm.

Hlutirnir hafa ekki gildi í sjálfu sér, ekki mennirnir heldur. Bara hlutabréfin í þeim.

Voru þeir uppi á réttum tíma? Það skiptir engu að vera réttur maður, tímasetningin skiptir öllu sem og staðsetningin. Þessvegna eru allir sannfærðir um að þeir hafi verið mikilmenni í fyrra lífi.
Mikilmennskubrjálæði heimsins er karma.

Guðir eru ljósrit af eldingu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home