mánudagur, maí 24, 2004
Í kjölfar þess að ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarpið þá hringdi ég í Félagsvísindadeild HÍ til þess að staðfesta að ég ætla að fara í Blaða- og fréttamennsku í haust. Afskaplega viðeigandi að gera það daginn sem líkur á atvinnumöguleikum að loknu námi hrapa. Synd samt að stjórnarandstaðan horfi ekki meira á Survivor, gátu þeir ekki haft vit á að fá einn yfir og sannfæra Jónínu Bjartmarz að segja nei? Áttar þetta lið í D og B sig ekki á því að með því að spila ekki með sínu liði þá hefðu þeir kannski átt vísa reiði Davíðs en á móti kæmi að þeir hefðu að eilífu verið stimplaðir töffarar - og það er nú ansi sjaldgæf vegsemd í stjórnmálum nú til dags. En gerir forsetaómyndin eitthvað í þessu? Hef óttalega litla trú á því - en lofa því að kjósa hann ef hann kvittar ekki fyrir þessum lögum. Annars hugsa ég að ég kjósi skeggjaða kallinn bara af því maður myndi skammast sín minnst fyrir hann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home