mánudagur, maí 24, 2004

Survivor All-Stars

xvi

Úrslitaþátturinn búin, tvímælalaust algjör klassík. Mikil biturð, smá rómantík og ágætis spenna. Vibbinn fékk stelpuna og milluna, ég treysti því að Eygló hafi rétt fyrir sér í því að það hafi verið klóka stúlkan sem fékk bæði – og hafi svo vit á að sparka Rob við fyrsta tækifæri. Enginn af síðustu 3 áttu skilið að vinna – og raunar fáir aðrir fyrst þau höfðu ekki vit á að taka Rob eða Amber út tímanlega. En frábær móment í uppgjörinu, yndisleg Heart of Darkness móment hjá Lex og Kathy auk töffaraskapsins hjá Big Tom, vissulega var hárrétt athugað hjá Shi-Ann að Lex henti steinum úr glerhúsi en það breytir því ekki að ræðan var frábær. Bónorðið fyrir talningu svo skemmtilegt Hollywood-móment, sérstaklega þegar það má alltaf spyrja sig hvort þetta hafi ekki bara verið kaupsamningur allan tímann? Jafn illa og mér er við Rob neyðist ég nú samt til þess að viðurkenna að líklega var hann að meina þetta. Er samt að reyna að átta mig á hvenær í ósköpunum Rob og Lex urðu svona góðir vinir, enda ekki úr sömu seríu og aldrei í sama tribe, ætli það sé einhver Sörvævorklúbbur þar sem þeir hittast og fá sér bjór á lendaskýlunni?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home