mánudagur, júlí 25, 2005

Lest frá Bratislava til Poprad

Slóvakíska stelpan við gluggann er að leysa krossgátur á meðan áströlsku stelpurnar tvær á móti mér skiptast á að lesa Harry Potter og á meðan fær hin að hafa iPodinn. Svona er Evrópa í dag.

Sjálfur klára ég Kveðjuvals Kundera, líklega sú slappasta sem ég hef lesið eftir kallinn enda aðeins i 5 hlutum en ekki 7 eins og allar hinar. Aldrei að klikka á hjátrúnni. Eða kannski fer hann bara aðeins yfir strikið í karlrembunni hér?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home