laugardagur, júlí 16, 2005

Praha 3

Ég hélt að uppáhaldstékkinn minn væri löngu farin heim til sín í Oxford. En fæ svo auðvitað skilaboð um kveðjupartí Ilonu fyrsta daginn minn i Prag. Að vísu finn ég ekki götuna á kortinu enda kom í ljós að hún er ekkert til, frekar en barinn sem var talað um í sms-inu - en samt fundu allir staðinn. Ég aðallega út af því ég rakst óvænt á Ilonu og Kostas á KFC þar sem ég ætlaði að fá mér snöggan snarl fyrir partíið. Staðurinn var svo alveg brilljant, útikaffihús sem hefði verið með frábæru útsýni ef það væri ekki fyrir öll þessi 40 metra háu tré sem gnæfðu yfir okkur. Tóndæmi:

Þegar Tékkar eru óvirkir alkóhólistar þá vilja þeir ekki hafa það of áberandi þannig að þeir panta 5 alkóhólfría bjóra og klára 2 af þeim á meðan ég er að ná í minn. Eða kannski var Eugen bara á bíl?

Leos flutti einþáttungin "Tékkneski barþjónninn" við mikinn fögnuð viðstaddra. Method acting at its finest. But you had to be there.

Jana sýndi fyrirmyndartækni í því að fá mig til að kaupa handa henni bjór. "Hmm, must taste it first." Klárar úr glasinu mínu. "Very good, should we get some more?" Ilona stakk upp á því að við giftumst þegar ég kom með nýjan umgang, við lofuðum að íhuga málið. Jana fær tveggja daga frí í vinnunni ef hún giftir sig, veit ekki alveg hvað ég græði á því.

Sannaðist enn og aftur að Tékkar eru frábærir fyrrverandi. Ilona var þarna með Kostas sínum og báðir fyrrverandi hennar, Leos og Karel, komu báðir með nýjar kærustur - og þetta var aldrei nokkurn tímann þvingað.

Ég sannfærði Ilonu um að hún væri nítján ára svo hún fengist með á annan bar. Sem gerir hana sjálfsagt að einhverjum yngsta doktorsnema í heimi.

Við pöntuðum Nachos á Radost. Síðan kom heilt fjall af öllum mögulegum og ómögulegum tegundum af grænmeti, kjöti og öðru gumsi - og jú, það voru nokkrar nachos undir. Fyrirtaks matur á fimmta bjór.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home