Praha 3
Þegar Tékkar eru óvirkir alkóhólistar þá vilja þeir ekki hafa það of áberandi þannig að þeir panta 5 alkóhólfría bjóra og klára 2 af þeim á meðan ég er að ná í minn. Eða kannski var Eugen bara á bíl?
Leos flutti einþáttungin "Tékkneski barþjónninn" við mikinn fögnuð viðstaddra. Method acting at its finest. But you had to be there.
Jana sýndi fyrirmyndartækni í því að fá mig til að kaupa handa henni bjór. "Hmm, must taste it first." Klárar úr glasinu mínu. "Very good, should we get some more?" Ilona stakk upp á því að við giftumst þegar ég kom með nýjan umgang, við lofuðum að íhuga málið. Jana fær tveggja daga frí í vinnunni ef hún giftir sig, veit ekki alveg hvað ég græði á því.
Sannaðist enn og aftur að Tékkar eru frábærir fyrrverandi. Ilona var þarna með Kostas sínum og báðir fyrrverandi hennar, Leos og Karel, komu báðir með nýjar kærustur - og þetta var aldrei nokkurn tímann þvingað.
Ég sannfærði Ilonu um að hún væri nítján ára svo hún fengist með á annan bar. Sem gerir hana sjálfsagt að einhverjum yngsta doktorsnema í heimi.
Við pöntuðum Nachos á Radost. Síðan kom heilt fjall af öllum mögulegum og ómögulegum tegundum af grænmeti, kjöti og öðru gumsi - og jú, það voru nokkrar nachos undir. Fyrirtaks matur á fimmta bjór.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home