laugardagur, júlí 16, 2005

Praha 1

Ósýnilega hostelið

Sms fyrsta kvöldsins i Prag var: Dæmigert að sálin í manni búi a stað þar sem maður skilur ekki neitt og gerir fátt annað en að villast. Sjálfur á ég að vísu eftir að villast alvarlega ennþá, leigubílstjórinn sem keyrði mig á hostelið daginn eftir sá alveg um það. Ég hef aldrei verið meira en klukkutíma í leigubíl áður, enda vorum við búnir að keyra marga hringi um hverfið sem hostelið átti að vera í. Brjálæðislega brattar götur sem maður fékk nærri því lofthræðslu við að vera í bíl í. En eftir að hafa grafið upp símanúmerið fannst hostelið loksins, leigubílstjóranum var vissulega vorkunn enda var það umkringt trjám sem gerði það ósýnilegt frá götunni, en helst leit út fyrir að það væru alls engin hús við þessa götu. Skrýtið annars að vera í Prag 4, eina hverfið af 1-7 sem ég kannast nær ekkert við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home