laugardagur, júlí 16, 2005

Leifsstöð, Stansted og dauði Schengen

Note to self: aldrei borða mat á flugvöllum aftur. Er bannað ad ráða fólk a flugvelli sem getur eldað mat? Það eina sem var verra en maturinn á Stansted var maturinn í Leifsstöð. Já, og hvað varð svo um Schengen? Aðalpointið í því var jú að maður þyrfti ekki að sýna vegabréf, samt gerði ég lítið annað á leiðinni frá Íslandi til Englands. Svo er starfsfólkið þarna með sína vélrænu stofnanaensku þannig að ég skil það ómögulega - eða öllu heldur held ég skilji það ekki fyrr en það kemur að pointinu i setningu nr. tíu. Eftir að hafa farið með rulluna: To ensure safety aboard the aircraft in accordance to the pact of Genieva, confirmed at the second international meeting in Basel and reviewed at the summit of Brussel by the leaders of twelve international leaders ... could you please put your jacket in the overhead compartment?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home