mánudagur, júlí 04, 2005

Nornin Indira

Af hverju í ósköpunum eru skyndilega allir fjölmiðlar að æsa sig yfir því að Nixon og Kissinger hafi kallað Indiru Gandhi norn? Í hinni svokölluðu neyðarstjórn hennar 1975-7 (sem var tilkomin sökum þess að dómstólar höfðu dæmt hana fyrir kosningasvindl) voru milljón karlmenn (aðallega fátæklingar og múslimar) geldir án þeirra samþykkis, hundrað þúsund manns voru handteknir án dóms og laga og þar að auki stóð hún fyrir svokölluðu fegrunarátaki. Það átak lýsti sér sem svo að stórborgir Indlands skyldu hreinsaðar af öllum fátækrahverfum svo góðborgarar þyrftu ekki að horfa uppá eymdina. Ekkert var hins vegar gert til þess að hjálpa fátæklingunum að koma sér fyrir annars staðar eða á einhvern hátt brjótast út úr fátæktinni. Líklega hefur norn verið alltof jákvætt orð fyrir hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home