laugardagur, júlí 02, 2005
Ótrúlega var Napoleon Dynamite vond bíómynd. Ókei, fyrst við erum að tala um nördamyndir þá er hægt að minnast á snilld á borð við Rushmore en það er í rauninni nóg að minnast á Revenge of the Nerds. Mynd sem er tæknilega séð ótvírætt vond en engu að síður skemmtileg. Ef þú ert með ofurnörda í bíómynd þá á einfaldlega ekki að vera hægt að klúðra því jafnvel þó þú dettir í allar klisjusúpurnar. Gallinn við Napoleon Dynamite er hins vegar sá að þú skilur alltof vel af hverju Napoleon er barinn – og maður er sjálfur miklu líklegri til þess að berja hann heldur en nokkurn tímann að hlæja að honum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home