laugardagur, júlí 02, 2005

Árni Bergmann, Gneistinn og staffið á Bláa kaffinu

Hrós dagsins fá Árni Bergmann fyrir frábæra grein í Lesbókinni sem segir í raun allt sem segja þarf um stríð á tveim blaðsíðum, Gneistinn og aðrir sem eyða deginum í að bjarga heiminum og staffið á Bláa kaffinu í Kringlunni sem óumbeðið elti börn gesta út um alla Kringlu.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, ég og Geldof þurfum að sjá einir um þetta.

9:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bleddzaður gamli. Sá mér ekki annað fært en að kíkja á síðuna hjá þér fyrst dagblöðin eru farin að vitna í þig. Á eftir að sjá Lesbókina í dag en mun án efa lesa grein gamla kennarans okkar fyrst þú hrósar henni svona.

Hvernig getur þú annars hafað póstað textann hér að ofan kl. 20.59 í kvöld þegar klukkan er ekki orðin það margt þegar þetta er skrifað? (...léttur Marshall)

9:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sé svarið núna; kerfið greinilega á e-m erlendum tíma (ætli það sé ekki GMT).

9:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Væntanlega hefur tíminn hans Ásgeirs farið á sumartíma án þess að hann bæði um það.

11:31 e.h.  
Blogger Siggi said...

Bíddu, Ásgeir, hvar fitta ég inn í þetta? Fær maður ekkert hrós? Ég hitaði nú upp rúmið fyrir þig síðustu nótt.

8:58 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Þetta var hrós fyrir daginn í gær, ég sá þig ekkert fyrr en eftir að ég skrifaði þetta. En ég get náttúrulega hrósað þér fyrir, hmm, bíddu aðeins, heyrðu, I'll get back to you

10:37 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Annars er talvan mín náttúrulega bara tengd við tímavélina. Þannig að nú á ég bæði fyrstu og síðustu bloggfærslu allra tíma. Hvaða snepill var annars að vitna í mig? DV eins og venjulega?

10:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home