laugardagur, júlí 02, 2005

War of the Worlds

Þegar allt er hægt er nauðsynlegt að passa sig á að gera ekki of mikið. Ógnin læðist, vofir yfir. Það var langt liðið á Jurassic Park þegar risaeðlurnar fóru að æsa sig, sama gilti um hákarlinn í Jaws. En hér vantaði að byggja upp, allt í einu mæta geimverur og við vorum ekki búin að koma okkur almennilega fyrir í sætinu.

En hvað hefur breyst frá upphaflegu sögunni?

Geimverurnar hafa lítið breyst, þá voru þær frá Mars en nú eru þær frá „somewhere in space”.

En mennirnir?

Mórallinn í upphaflegu sögunni mátti útleggja sem svo; þegar í harðbakkann slær eru allir menn bræður. Núna? Krúsa er vissulega nógu annt um börnin sín en hún er á móti öllum öðrum, eigingirnin gildir þegar þú ert að flýja. Í mesta lagi að þú takir börnin þín fram yfir sjálfan þig. Flestar línur sem koma best úr upprunalegu sögunni eru sagðar af persónu Tim Robbins. Auðvitað kemur í ljós að sá er heimsklassa nötter.

Semsagt, fyrir öld var einhver von til staðar – við erum öll bræður og systur þegar á reynir. Í lokin á þessari er stemmningin frekar sú að við munum á endanum klára verkið sem kvefuðu geimverurnar náðu ekki að ljúka.

Ég kaupi þó engan veginn að þetta sé óvart hjá Spielberg, frekar að hann sé, skiljanlega, orðinn svona fjandi svartsýnn á viðbrögðum landa sinna við mótlæti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home