Suceava
Já, og gott ef þvotturinn minn er ekki orðinn þurr. Lyktar að vísu af óhóflegri notkun Debbie á hreinsiefni en það lagast þegar hann kemst aftur í þvottavélina í Öldugötunni von bráðar. Jú, og svo voru mishreinar lestarsnúrurnar ekki að gera hvítu bolunum mínum neina stóra greiða. Jú, svo er sjónvarp á hostelinu – og eftir mánaðarsjónvarpsleysi hékk ég fyrir framan kassann í þrjá tíma að horfa á gamla Cheersþætti (Where everybody knows your name er algjör draumsýn þegar maður er staddur þar sem fæstir geta einu sinni borið það fram) og A Bright Shining Lie, ekkert svo óvitlausa Víetnamræmu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home