sunnudagur, ágúst 14, 2005

Suceava

Suceava er næsti bær við Úkraínsku landamærin. Það var það eina sem ég vissi þegar ég kom hingað, það og sú staðreynd að hér þyrfti ég að húka alla helgina. En viti menn, þetta krummaskuð (álíka fjölmennt og Reykjavík semsagt) er bara alveg að gera sig. Er alveg við aðaltorgið þar sem eru hringekjur, klessubílar og um það bil skrilljón staðir að selja allar mögulegar tegundir af grillmat, bjór og gosi. Líklega aðeins of margir miðað við reykjarmökkinn, en það er heilmikið líf hérna. Þessu til viðbótar heitir aðaltorgið Gata 22 desember, vafalaust sökum þess að þá fæddist langbesti pabbi í heimi :)

Já, og gott ef þvotturinn minn er ekki orðinn þurr. Lyktar að vísu af óhóflegri notkun Debbie á hreinsiefni en það lagast þegar hann kemst aftur í þvottavélina í Öldugötunni von bráðar. Jú, og svo voru mishreinar lestarsnúrurnar ekki að gera hvítu bolunum mínum neina stóra greiða. Jú, svo er sjónvarp á hostelinu – og eftir mánaðarsjónvarpsleysi hékk ég fyrir framan kassann í þrjá tíma að horfa á gamla Cheersþætti (Where everybody knows your name er algjör draumsýn þegar maður er staddur þar sem fæstir geta einu sinni borið það fram) og A Bright Shining Lie, ekkert svo óvitlausa Víetnamræmu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home