Hljómsveit kvöldsins
Auðvitað komu líka stundum fín bönd í Gísla Martein. En aumingjahrollurinn sem fylgdi litla borgarstjórawannabe dvergnum varpaði alltaf skugga á mómentið. Ég man til dæmis ekki hvar ég sá Hljóma fyrst, kannski var það í þættinum hans sem er þá skiljanlega bælt djúpt í undirmeðvitundinni.
En ef það kemur eitthvað nýtt og ferkst band í þáttinn hennar Möggu Stínu sem maður hefur ekki séð áður gæti það orðið eitthvað til að minnast. Maður getur jafnvel plöggað bandið meðal fólks án þess að þurfa að viðurkenna að hafa átt nógu sorglegt laugardagskvöld til að horfa á GM.
5 Comments:
Já, ókei, hljómsveit kvöldsins - hún var Hjálmar. Ég ætlaði að horfa á þáttinn svo ég gæti endanlega mótað mér skoðun því ég hef bara heyrt fáein lög (líklega bara eitt eða tvö) en missti svo af honum. En sjitt hvað þeir eru að virka hallærislega á mig, þá er ég ekki bara að meina útlitslega heldur allt konseptið á bakvið íslenska reggí-ista og textana þeirra. Mikið rosalega var t.d. textabrotið úr laginu sem var í kynningunni á þættinum hallærislegt, svo mikið að maður fór hjá sér. "Ég verð að fá mér kærustu... sem fyyyyyyrst", eða eitthvað álíka *hrollur*.
Samt líst mér vel á þennan þátt hjá Möggu Stínu og ég vona að það verði ekki bara einhver heitustu sveitaballagrúppurnar sem eiga ekki á hættu að móðga ellilífeyrisþegana sem horfðu alltaf á Gísla Martein.
Mér fannst þetta textabrot bara skemmtilega hallærislegt. Þeim er ekki jafnmikil alvara með svona texta og Á móti sól myndi til dæmis vera.
Annars minnir tónlistin þeirra mig ekkert sérstaklega mikið á annað reggí sem er bara kostur, þeir eru að spila þetta alveg á eigin forsendum. Mér finnst það nefnilega óttalega aum rök sem margir hafa notað að dæma þá útfrá konseptinu, sjálfur hafði ég töluverðar efasemdir þegar ég heyrði um íslenska sveit sem var að spila reggí en svo kom bara í ljós að tónlistin er fjandi góð - hvað sem þú annars kallar hana og hvaðan sem hún kemur.
Þetta er eiginlega helst eins og séríslensk tónlist sem er undir áhrifum frá reggí frekar en beinlínis reggí.
já, og talandi um ellilífeyrisþega ... Stebbi Hilmars var alltaf eitthvað að móðga ömmu gömlu, ég vissi aldrei hvað það var. Hún hefur sjálfsagt bara viljað hafa sitt þungarokk í friði ...
Hún gjörsamlega þoldi hann ekki. En fannst Megas frábær. Var aldrei heldur almennilega viss hvers vegna. Auður systir
Skrifa ummæli
<< Home