mánudagur, september 05, 2005

Kennir eggið hænunum?

Fyrsti tíminn á morgun og engar upplýsingar ennþá neins staðar hver kennir viðkomandi kúrs, þetta verður æsispennandi, jafnvel nógu spennandi til þess að ég fari að vakna fyrir átta til þess að komast að þessu. Grunar helst að einhver ofvirkur fyrsta árs nemi hafi ákveðið að taka aukakúrs og sökum þess að ekkert okkar þekkir greyið verður hann gerður að kennara fyrir misskilning.

Annars vil ég bara taka það fram að ég hef fengið það staðfest hjá sérfræðingi að súkkulaðikaka er holl.

6 Comments:

Blogger Kolbrún said...

heh. hvaða kúrs er það?

9:20 e.h.  
Blogger svonakona said...

súkkulaðikaka er ekki bara holl-slíkar kökur eru líka flestra meina bót.

12:26 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Nákvæmlega.

Annars er kúrsinn Skapandi skrif og viðtalstækni, Karl Ágúst var að leika kennara þegar ég rak inn nefið í morgun ...

12:44 f.h.  
Blogger svonakona said...

Já-ætli það sé hagkvæmt fyrir háskólann? Að fá menn til að leika kennara-í staðin fyrir að þurfa að vera með menn sem kunna eitthvað fyrir sé í fræðunum, þá getur kannski borgað sig að hafa menn sem leika það að þeir kunni. (og til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er þetta ekki meint sem svo að leikarar kunni ekki fræðin, að Karl Ágúst sé s) ekki góður leikari, b) ekki góður kennari eða c) kunni ekki fræðin.

Meira bara sona að spá sko...hummm. En það er víst betra að vera með disclaimer á svona pælingum.

11:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Anóní hér.

Hurru. Er ekki full gróft að kalla sjálfan þig sérfræðing um hollustu súkkulaðis?

Hver er heimildamaðurinn?

Ekki setja fyrir þig að þú sért snápur og viljir fremur fara í fangelsi en greina frá því...

4:23 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Þegar þú minnist á það þá er ég vissulega sérfræðingur um súkkulaði og hollustu og Sigurlaug hér að ofan líka þannig að ég er hér með búin að fá það staðfest hjá þremur sérfræðingum.

5:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home