miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Varsjá

Mætti á lestarstöðina illa sofinn í morgunsárið og fór að leyta mér ætis. Fann gyrossjoppu og eftir að hafa ummað og bent heilan helling þá spurði afgreiðslumaðurinn hvort ég talaði máski ensku? Ég er búin að vera of lengi í Rúmeníu og Úkraínu ... svo lengi að Pólland er menningarsjokk í vestrænu áttina ...

Téður afgreiðslumaður hafði annars áður unnið á Ítalíu við að pakka íslenskum hákarli. Veit samt ekki alveg hvort ég eigi að taka hann trúanlegan þar sem hann heldur því fram að hákarl sé góður á bragðið.

Þvælist svo aðeins um bæinn og enda í gamla bænum. Það fer ekkert á milli mála þegar maður kemur þangað. Þetta er hreinlega eins og lítill miðaldabær í eyðimörkinni, þó tæknilega sé hann náttúrulega ekki (endur)byggður fyrr en eftir stríð. Varsjá virkar annars ágætis borg, hrein og bein, þó vissulega hafi hún aðeins örlítið borgarbrot sem jafnast á við Kraká og Prag.

Allir morgunverðir sem ég borða héreftir verða hins vegar bornir saman við þann á Hotel Design. Þrjú steikt egg og beikonið einhvernveginn bakað inní þau, algjört listaverk og ólíkt mörgum listaverkamat góður á bragðið líka.

En samt grátlegt að mæta til Varsjár í fyrsta skipti og hitta ekki Piotr sem deildi með mér herbergi í götu vindanna hér í den. Fékk svo meil rétt eftir að ég kom heim þar sem ég frétti að litli Piotrek hefði fæðst fyrr í ágúst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home