miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Kænugarðsblús

Síðasta kvöldið er alltaf verst. Manni finnst maður vera á nákvæmlega sama stað og maður byrjaði á, þetta sem maður leitar að og veit ekki alveg hvað er er enn fjarlægara og óljósara en venjulega og maður þarfnast þess meira en nokkurn tímann. Maður er ennþá fjær því að skilja þennan fjandans heim og að finna sér einhvern stað í honum, eitthvert hlutverk, einhvern tilgang. Og maður finnur betur en nokkru sinni hversu gjörsamlega einn maður er í veröldinni.

Síðan fer maður heim. Hvað í fjandanum sem það nú er.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home