Kyiv 1
Það fyrsta sem gerist í Kyiv er að manni verður fjandi illa við Cyril bölvaðan. Er eitt stafróf ekki fjandans nóg í Evrópu? Og af hverju er bara venjulegir stafir á öllum kortunum sem ég finn þegar það eru kýrilískir á götunum sjálfum? Finn netkaffi og panta flugmiða, kíki svo á Chernobyl-safnið. Þetta er innblásin lítil sýning, firrt tragedía með englum með gasgrímur, herbílum og gömlum dagblöðum.
Finn næst eitt stykki bókabúðarkaffi sem mér skyldist að væri með “clued-in english language selection.” Fann eina bók á ensku, “How to do business in Russia.” Frekar clueless raunar, enda viðskiptafræði. En það er hægt að borða þarna, gengilbeinan hérna endurtekur allt sem ég segi á úkraínsku og ég kinka bara kolli. Virkar ágætlega, kjúklingasalatið, kókið og bjórinn skila sér, en chocolate shake verður einhvern veginn hot chocolate, sem er svo sem ekkert verri hugmynd.
Skrepp svo á annan stað og fæ mér annan bjór. Ekki í frásögur færandi nema að matseðillinn er sem heil Guðbrandsbiblía, er með bölvaðan móral yfir að vera ekki að panta eitthvað flóknara. Kem svo aðeins við á hostelinu, við virðumst vera tveir gestirnir í því. Allir hinir líklega fastir einhversstaðar að berjast við að redda vegabréfsáritun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home