laugardagur, ágúst 20, 2005

Afmæli

Kom heim síðustu nótt. Á víst afmæli í dag og í tilefni af því er partí í gervöllum miðbæ Reykjavíkur, þér er boðið og dagskráin er hér. Ef þú kemst ekki í Reykjavík þá eru sígaunarnir í Budapest líka með sérstakt afmælispartí í gettóinu og vinir mínir í Belgrad ákváðu að það dygði ekkert minna en nokkurra daga bjórhátíð til að fagna tímamótunum. Allt að gerast sem sagt. Klára ferðasöguna svo fljótlega þó ég sé náttúrulega búin að kjafta frá endanum núna ...

2 Comments:

Blogger Ásgeir said...

takk fyrir það og skál! Verð samt víst að fara að undirbúa mig andlega fyrir íslenskt bjórverð ...

5:29 e.h.  
Blogger Minka said...

Late birthday wishes. So the whole scenario down-town was in your honour? I should have known. Well, I had two glasses of red wine! so, skál

6:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home