Leiðin til Varsjár 2
Fyrst eru það þeir úkraínsku. Þeim finnst aðallega svo gaman að skrifa. Taka öll vegabréfin og fara með þau í klefa þar sem þeir handskrifa allar upplýsinganar í öllum vegabréfunum í fimmriti á milli þess sem þeir segja brandara um skrítna íslendinga. Farangrinum sýna þeir hins vegar lítinn áhuga, bakpokinn minn var í hálfa sekúndu í vasaljósi tollarans og búið.
Svo koma þeir pólsku. Þeim er mest sama um vegabréfin – en þeir gera hins vegar sitt besta við að rífa lestina í sundur. Rífa öll þil burt og setja aftur til að finna alla hveitiframleiðsluna, taka loftið úr og grandskoða efra farangursrýmið. Greinilega mjög vinsælt hjá úkraínskum að fela sig í loftinu eða veggjunum, eitthvað sem ég verð að prófa næst.
En líklega verður það þreytandi til lengdar að vera endalaust meðhöndlaður sem glæpamaður, hvert sem maður fer. Líklega ekki nema von að þeir meðhöndli okkur sem slíka. Við erum öll jafn vitlaus á endanum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home