miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Reykjavík

Það er mismikið að marka fyrstu kynni en hitt er ljóst að sú tilfinning sem maður fær í magann fyrst þegar maður kemur á nýjan stað situr ótrúlega lengi í manni, ef maður losnar þá nokkurn tímann við hana. Ímyndum okkur að ég hefði aldrei komið til Reykjavíkur áður en ég mætti á BSÍ um tvö á föstudagsnóttu eftir 40 tíma þvæling.

Það er niðamyrkur, rok og rigning. BSÍ er lokað og ekki annað hús sjáanlegt neins staðar. Ef ég væri ekki með bókaða gistingu þá er engin upplýsingaþjónusta neins staðar. Jafnvel ef ég vissi hvert ég þyrfti að fara þá er ekki einn leigubíll sjáanlegur og sjaldgæft að maður hafi númerin á leigubílastöðum í ókunnum borgum á hreinu, fyrir utan það að ef íslendingar eru undanskildir þá er alls óvíst með farsímaeign - og ekki er tíkallasími nálægur.

Líklega er ferðamaðurinn á þessum tímapunkti búin að átta sig á sannleikanum, þeim sannleika að þegar allt kemur til alls er Reykjavík ekkert annað en ofvaxið sveitaþorp.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home