mánudagur, september 12, 2005
Davíð, New Orleans, Baugur ... mér er eitthvað svo innilega sama þessa dagana. Þjáist af því að meika alls ekki fréttirnar, óttalega fáfengilegar og ómerkilegar flestar. New Orleans að vísu ekki en einhvern veginn rennur það samt saman við hitt. Og ég er víst að hefja nýja önn í Blaða- og fréttamennsku. Oh well. Hugurinn er svo sem ekki ennþá úti en hann er samt ekki beint kominn heim ennþá, eintóm vinna og kvöldin fara í aukaverkefni eða að hugsa um öll verkefnin sem ég ætti að vera að klára. Orkan eftir einn bóksölutarnardag er mjög mismikil, sérstaklega þegar ég þarf oft að eyða hádegi og kaffitímum í að taka viðtöl eða redda einhverju. Og þessi tímapunktur sem ég get farið að eiga líf aftur frestast alltaf ...
6 Comments:
Það virðast allir skilgreina að "eiga líf" sem eitthvað allt annað en við þurfum að gera. Öll skylduverkin eru flokkuð sem "ekkert líf" og öll afslöppun og afþreying er "að eiga líf". Skrýtið.
Nú, í vinnunni á Bóksalan líf mitt af því hún borgar fyrir það. En það eru náttúrulega til margar tegundir af skyldu ...
Sorry to tell you my friend, but this IS your life. You just hope it will be different at some point.
If we would define a life by what we wanna do, instead of what we are doing, than we are not really living right now.
Defined quite crusely, you are alive as long as you are breathing, so check your oxygen level and than we will know more...
No, it's not life. Well, perhaps in the imperfect english language but in Icelandic (except for in biology perhaps) we have a distinction between líf & tilvera, tilvera being the mundane boring things etc. But why do everybody get all philosophical when I get grumpy?
To annoy you even more. We like the red colour in your face when you get agitated! :)
why, even the arguments start because of my looks. It's truly hard being this handsome ...
Skrifa ummæli
<< Home