föstudagur, september 13, 2002

Einstaklega hæfileikaríkur og fjölhæfur ungur maður

Fyrr í kvöld talaði ég við báða foreldra mína í síma á meðan ég eldaði pylsupasta. Án þess þó að nota hálsinn til að halda símanum enda viðkvæmur fyrir hálsríg eftir að hafa verið hálshöggvin, hengdur og kyrktur í fyrra lífi. Það er að minnsta kosti eina almennilega skýringin fyrir því að ég kippi mér lítið upp við í bíó að sjá blóðslettur um alla veggi en fer í algjört panik ef ég sé nærmynd af æðaberum hálsi á t.d. gömlu horuðu fólki - auk þess sem mér verður oftast illt í hálsinum ef ég er eitthvað niðurdregin. Hmm, byrjaði þessi færsla ekki á eldamennsku?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home