mánudagur, september 09, 2002
Auðvitað tókst mér að muna eftir Bóksölupartíinu hjá Kollý á sunnudeginum, svona er að lesa vinnupóstinn sinn á hlaupum. Hver sá viðskiptavinur sem truflaði mig með óskynsamlegum spurningum um verustað einhverra bóka á miðvikudaginn skulda mér hér með partí. Æji, fjandinn hafi það, skulda þeir mér ekki allir partí? Þannig að ef þú ert nemi í HÍ og neyðist þar af leiðandi til að versla einstöku sinnum hérna þá máttu eiga von á því að ég geri mig heimakominn hjá þér eitthvert kvöldið næst þegar mér leiðist. Annars heyrðist mér að ekkert hefði verið um skandala sem er vissulega óvenjulegt þegar ég mæti ekki - venjulega enda öll partí sem ég missi af með ósköpum. Þýðir þetta að röðin sé komin að mér að skandalisera? Best að stinga bara af til útlanda og skandalisera þar, það er vissulega öruggara, engir ljósmyndarar frá Séð og heyrt eða Fókus og svona ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home