Ég var nógu sorglegur til að horfa á fyrsta þátt Djúpu laugarinnar í gær. Þátturinn var þó ekki nærri því jafn sorglegur og í fyrra enda nýju umsjónarmennirnir ólíkt skemmtilegri en þeir gömlu. Sérstaklega fær Kolbrún prik fyrir að bjarga keppendum þegar þeir voru orðnir vandræðalegir, það er skondið stundum en til lengdar verður slíkt bara pínlegt. Eins var mikil framför að vera komin með borð - að sitja á háum stól með ekkert fyrir framan sig var alltaf eitthvað sem ég hafði á tilfinningunni að væri einstaklega óþægilegt, sérstaklega fyrir ósjónvarpsvænt fólk. Svo var Jónsi í settinu í spjalli og hélt því fram að hann hefði verið nörri þegar hann var með mér í bekk. Veit ekki með það, hann var of ofvirkur til að einhver kæmist í að skilgreina hann, en hann á vissulega á hættu að breytast í chokkó núna sem væri synd enda vissulega efni í fyrirtaks nörra ef hann einbeitir sér að því. En ástæða fyrir að hrósa stráksa sérstaklega fyrir að benda á opinberlega hversu hallærisleg notkun orðsins kellingar er um konur - kelling er orð sem á að geyma fyrir sérstök tilfelli eins og Þráin Bertelsson.
Stóri mínusinn var þó hljómsveitin sem engin man lengur hvað heitir. Ef þú ert one-hit wonder þá áttu ekki að eyðileggja það með því að endurgera sama lag og gera það svona þrjátíu sinnum verra. Svona svipað og Europe mundu syngja 3 - 2 - 1, counting down ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home