þriðjudagur, október 29, 2002

Jæja, þá er loksins komin þriðjudagur. Svona þriggja daga helgar eru pirrandi þegar maður er hvort eð er ekki að vinna 9-5, þá er einfaldlega allt lokað aðeins lengur. Ekki það að það skipti miklu máli í Prag þar sem alltaf er hægt að finna búð / pöbb / veitingastað sem er opinn alla daga, en snillingurinn ég ákvað að koma sér aftur til Zlín akkúrat á föstudeginum. Svo var náttúrulega frídagur á mánudeginum því það var verið að fagna stofnun Tékkóslóvakíu – ekki það að þeir nenni að púkka mikið upp á það land lengur! En hér koma smá færslur sem voru punktaðar niður í Prag, lítið gerst hjá mér síðan, helst fréttir af klakanum, Monika búinn að eignast fugl og Auður systir bíl. Lítinn grænan Nissan micra – bíllinn ef einhver var ekki viss – sem er víst ósköp sætur – bíllinn aftur. Já, og hann heitir Charlie – fuglinn sko. Og bíllinn líka, en bara annar bíll. Svo má ekki gleyma góðvini mínum Charlie Carter, Karli mikla, Kalla Bjarna (Ástralanum félaga mínum úr Týrólaölpunum, ekki Snoopy-eigandanum nafna hans), hmm, er þetta orðið svolítið flókin nafnfræði? Best að láta gott heita í bili, henda síðustu Prag-færslunum í bili í ykkur og fara svo og finna mér eitthvað gott að borða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home