föstudagur, október 11, 2002

Uppáhaldsorð Kristjáns Ólafssonar, neytendafrömuðar, porno dog, hefur svo sannarlega gengið í endurnýjun lífdaga í litlu fjallaíbúðinni minni. Ekki nóg með að einu ummerkin um fyrrverandi leigjendur séu tvö dagatöl af fáklæddum konum (1999 og 2002 fyrir þá sem hafa áhuga) heldur komst ég af óvæntum tengslum þessara dagatala kennd við hot girls og mat þeim sem kallast á ensku hot dog. Ég komst ekki í búð og það eina ætilega í kotinu voru þrjár pylsur og eitthvað af brauði. Ég lýt á merkimiðann á pylsunum og mér til furðu kallast þessar pylsur stripptís. Jú, það er líka mynd af fagurleggjuðum, þrýstnum og afar fáklæddum kvenmönnum utan á hverri einustu pylsu. Fyrst tekur þú þær úr pakkningunum og svo þarftu að taka glært plastið með kvenmyndunum utan af pylsunum. Ég er varla búinn að vera hérna nógu lengi til að fara að fá ofskynjanir, best samt að vera ekkert að rifja Shining neitt upp …

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home