fimmtudagur, desember 05, 2002

Auður systir var nýkominn heim en er strax farinn aftur til Köben. Ég er farinn að hætta taka þessar fundasögur trúanlegar, örugglega einhver sætur Bauni í spilinu. Að minnsta kosti vona ég það enda vantar alveg gott slúður hérna á síðuna. Það skal þó tekið fram að ef um Bauna er að ræða er eins gott að hann sé góður í ensku eða verði snöggur að læra íslensku ef hann vill fá að tala við mig í fjölskylduboðum enda tek ég ekki í mál að fara að reyna að tjá mig á þessu hrognamáli allra hrognamála. Þó gæti hann fengið undanþágu frá þessum skilmálum ef hann splæsir allri Valhalla-seríunni á mig og kaupir sér spes hotline farsíma sem hann svarar í á öllum tímum sólarhringsins þegar ég er að hringja út af einhverri baunalenskunni sem ég er ekki að skilja í hinum dönsku Goðheimum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home