föstudagur, febrúar 21, 2003

Á morgun verð ég fullorðin. Eða hvað? Tja, maður þarf nú allavega að reyna að dramatísera þessa útskrift aðeins til að koma sér í gírinn. En fyrst er vísindaferð í Eddu, maður þarf nú að skemmta sér á meðan maður er enn ungur! Vona svo að það komist enginn að því næstu tuttuguogfjóra tímana að ég lét pakistanska húsamús skrifa allar ritgerðirnar mínar gegn fríu fæði og húsnæði. Blessuð sé minning hennar. Það eru aftur á móti heimiliskettirnir sem sjá um að skrifa þetta, enda þessi færsla í boði Whiskas.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home