fimmtudagur, maí 29, 2003

Forza Milan

Það er þrátt fyrir allt að myndast skemmtileg hefð að það gerist eitthvað virkilega skemmtilegt á Old Trafford á hverju ári. Seedorf er flottur fýr en það var nokkuð víst að hann myndi klikka á vítinu - hann gerir það oftast en samt er hann alltaf jafn æstur að fá að fara á punktinn. En brasilíski vegabréfafalsarinn og úkraínski skriðdrekinn björguðu málunum - it feels just like old times! Svona eins og þegar við van Basten vorum upp á okkar besta - meiðsli bundu endi á ferill okkar beggja sama veturinn, verst að ég var ekki búin að spila úrslitaleik í meistaradeildinni fyrst en hann grætur það sjálfsagt enn að hafa ekki farið í bókmenntafræðina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home