laugardagur, maí 03, 2003

Hvaða hundalógík er þetta? Að halda því fram að af því 10-20 % kvenna sé nauðgað þýði það að 10 – 20 % karla séu nauðgarar? Hafa Vinstri-Grænir aldrei heyrt hugtakið síbrotamaður? Það mætti til dæmis benda á það að það þarf ekki nema einn mann með vald yfir kjarnorkusprengju til að drepa milljónir – eru þá samt milljón morðingjar í því dæmi samkvæmt þessum hundakúnstum? Það er nefnilega ömurlegra en orðum taki ef 10 – 20 % kvenna er nauðgað – og sérstaklega ömurlegt að misnota þá tölfræði til að fá út einhverja vitleysu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home