fimmtudagur, maí 08, 2003

Strætóstoppistöð

Nýbyrjað að rigna og hinn strákurinn í biðskýlinu kveikir sér í rettu. Reykjarlyktin og rigningarlyktin sameinast og senda mig fimm ár aftur í tímann, beint aftur í Garðrækt - en hvergi hef ég stundað óbeinar reykingar af jafn miklu kappi og þar. Að vera upp fyrir haus í blautu, dauðu grasi er líklega bara góð tilfinning í minningunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home