sunnudagur, janúar 04, 2004

Fer heim á morgun - að heiman - er búin að vera nógu lengi í burtu frá Króknum til að kalla það heim, hversu lengi sem það endist. Skemmtilegt bjórkvöld að baki, árið hingað til, fyrsta hlaupaár í 8 ár, ekkert um það að segja annað en eintóm og verðskulduð leti. Var algjörlega punkteraður vissulega, núna er spurning hvað verður næst, allavega, næsta færsla verður frá höfuðstað Norðurlands vestra, miklar pælingar um byltingu á þessari síðu en hingað til ekki mikið meira en pælingar. Sjáum til, núna er ég að fara að sofa. Eða lesa, það rennur allt saman ... bið bara góða nótt í bili, örlítil koss út í nóttina til þeirra sem eiga hann inni ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home