miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Þriðjudagsbíó

... á miðvikudegi. Óttalegt kæruleysi er þetta. Annars er bíóáhorf aðallega vinnutengt þessa vikuna, kláruðum 12 Monkeys og Zero Effect í dag, merkilegt hvernig 12 Monkeys er alltaf ný. Nú var ég aðallega með hugann við gagnrýnina á sálfræðina sem er í myndinni - síðast var það ástarsagan og þar á undan heimsendaógnin og ég er örugglega að gleyma einhverju. Zero Effect, það væri frábært að sjá framhald af þeirri mynd. En það er víst ekki mjög algengt að það séu gerðar framhaldsmyndir af myndum sem ca. 40 manns sáu. En hápunktur vikunnar var náttúrulega að sjá loksins The Breakfast Club - skelfileg mynd á köflum en yndislega eitís samt einhvernveginn - og svo eru merkilega margir sannleikspunktar innan um allar klisjurnar. Svo kom franska skápamyndin á sunnudaginn á óvart en þar sem andleysið er að drepa mig núna þá er ég að hugsa um að fara heim að borða og skakklappast svo til þess að sjá eitthvað almennilegt fyrir næsta þriðjudag til þess að þessi liður verði jafn menningarlegur og efni standa til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home