mánudagur, mars 08, 2004

Survivor All-Stars

vi

The king is gone

Jæja, þá er hinn upprunalegi sigurvegari farinn á brott, heimildir herma að þetta sé útsmogið plott tæknimannana sem voru ósáttir við að fá ekki borgaða yfirvinnu fyrir að fela vininn. En ég var sáttur við að Ethan hafði þetta af, hann er búin að vera upp við vegg frá fyrsta degi en hangir alltaf inni – og er síðasti sigurvegarinn sem er eftir. Sömuleiðis sáttur við að Colby hafi haft þetta af, sýnist ansi líklegt að Colby, Ethan og Lex verði í bandalagi – hljómar ágætlega en verst að Lex stendur sjálfsagt að mörgu leyti best því hann er í ákveðinni oddastöðu, búin að vera með Colby það sem af er og var með Ethan í Ástralíu. Shi-Ann, sem ég er einhvernveginn ekki búin að mynda mér neina skoðun á ennþá, Kathy og Jerri eru líklegar til þess að standa saman, nema einhver ein fari yfir til strákanna.

En sameiningin var vel útfærð aldrei þessu vant – og í raun engin sem tapar á þessu, nema helst Jenna sem er bara gott mál. Sabogahópurinn var með gott fólk en var einhvernveginn ekki að ná saman þannig að þau eru sjálfsagt feginn og þetta breytir sjálfsagt litlu fyrir hin.

Hinn ættbálkurinn, Chapera, telur ennþá 7 – og það eru ólíkt fleiri þar sem eiga skilið að það sé slökkt á kyndlinum – yfirkrípið Rob, Susan, aka hvítt rusl dauðans og tapsári vælukjóinn hún Jenna. Amber litlaus sem fyrr en vonandi að Alicia, Big Tom og Rupert standi saman og sparki þessum 3 fyrst nefndu í burt sem fyrst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home