mánudagur, maí 10, 2004

Survivor All-Stars

xiv

Fimm eftir, Big Tom á næsta númer á plankann. Ef hann vinnur friðhelgi þá yrði það Rupert. Nema að þeir félagar taki hausinn upp úr sandinum og fái Jennu til þess að kjósa Rob eða Amber í burtu. Þeir gætu vissulega líka reynt að fá parið með sér í að kjósa Jennu út en málið er einfaldlega það að þú vilt ekki fá samlokur eins og Rob & Amber með þér í Final Four. Er sammála Shi-Ann í því að eins og stendur er Amber langsigurstranglegust. Ef parið yrði tekið út er hins vegar illmögulegt að segja hver á eftir að vinna. Shi-Ann setti náttúrulega ákveðið skotmark á höfuð kynsystra sinna, benti á að Amber væri sigurstranglegust og að Jenna nöldraði manna mest. En það sem stendur eftir er að núna eru einu mennirnir eftir þess virði að halda með tveir feitir og sveittir kallar. Róbinson Krúsó er væntanlega að velta sér í gröfinni í augnablikinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home